Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér embætti, en landið hefur orðið illa úti í efnahagskreppunni og fékk 25 milljarða dollara lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum síðastliðið haust.

Ráðherrann, sem er sósíalisti og hefur verið við völd frá árinu 2004, lagði til á flokksþingi í gær að mynduð yrði ný ríkisstjórn með nýjum forsætisráðherra.

,,Ég heyri að ég sé talinn vera hindrun í vegi þess að samvinna geti skapast um breytingar milli traustrar ríkisstjórnar og ábyrgrar stjórnarandstöðu,” sagði ráðherrann.

Gyurcsany náði endurkjöri árið 2006, fyrstur forsætisráðherra í Ungverjalandi eftir fall kommúnista árið 1989. Hins vegar hafa brotist út óeirðir í landinu að undanförnu eftir að upp komst um að hann hafði satt ósatt um slæman efnahag landsins í september 2006 til þess að ná endurkjöri.

Fréttaskýrendur segja að þótt Gyurcsany hafi tekist á minnka fjárlagahallann hafi honum  mistekist að vinna fylgi almennings við umfangsmeiri efnahagsumbætur.

Þetta kemur fram á vef BBC.