Henrik Bjerre-Nielsen, sem verið hefur forstjóri danska fjármálaeftirlitsins síðastliðin 12 ár, hefur hætt störfum.

Í frétt á vef Berlingske segir að hin alþjóðlega fjármálakreppa hafi reynt mjög á danska fjármáleftirlitið og forstjórann og að hann hafi meðal annars verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki gripið inn í mál Bank Trelleborg og Roskilde Bank í tíma en báðir þessir bankar lentu í vandræðum.

Ekki hefur enn verið gengið frá ráðingu nýs forstjóra og mun aðstoðarforsjóri danska fjármálaeftirlitsins tala fyrir hönd þess þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn til starfans.