Frakkland var vinsælasti land sem ferðamenn sóttu heim í fyrra en tæplega 85 milljón ferðamenn gerðu sér ferð þangað. Til samanburðar má nefna að það búa tæpar 64 milljónir í Frakklandi.

RÚV greinir frá því að ferðamönnum í landinu fjölgaði um tvö prósent frá 2012. Mesta fjölgunin var hjá kínverskum ferðamönnum, en nærri fjórðungi fleiri Kínverjar ferðuðust til Frakklands í fyrra en árið áður.

Bandaríkin voru annar vinsælasti áfangastaðurinn, en tæplega sjötíu milljón ferðamanna komu til landsins. Spánn var þriðji vinsælasti staðurinn, en tæplega 61 milljón sóttu Spán heim.

Ferðamenn sem hafa til Frakklands hafa einnig lengt dvöl sína í landinu og dvelja nú að jafnaði í rúma sjö daga. Tekjur af hverjum og einum hafa hins vegar dregist saman, sérstaklega gista færri á hótelum en nýta sér frekar íbúðaskipti eða styttri leigusamninga. Evrópskum ferðamönnum fjölgaði um tæpt prósent frá 2012 en asískum ferðamönnum fjölgað mest. Fjórar og hálf milljón asískra ferðamanna komu til Frakklands í fyrra, þriðjungur þeirra Kínverjar.