Framleiðsla á meginlandi Kína dróst saman fimmta mánuðinn í röð og sérfræðingar búast við neikvæðri þróun fram á mitt þetta ár, að því er segir í frétt South China Morning Post.

„Framleiðsla í Kína var mjög veik í desember og störfum fækkaði fimmta mánuðinn,“ hefur SCMP eftir forstöðumanni greiningar hjá fjármálafyrirtækinu CLSA, sem gefur út framleiðsluvísitölu fyrir Kína. Haft er eftir honum að framleiðslugeirinn sé 43% af kínverska hagkerfinu og hann sé nærri því að vera í tæknilegri kreppu.

Hann segir einnig að meginástæða niðursveiflunnar sé lítil eftirspurn í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu.