Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður í ESA Eftirlitsstofnun EFTA segir frammistöðu Íslands í að innleiða EES samninginn vera mikið áhyggjuefni. Þessu greinir RÚV frá.

Nýtt frammistöðumat ESA hefur verið birt, sem sýnir hvernig stjórnvöldum á Íslandi og í Liechtenstein og Noregi gengur að innleiða tilskipanir og reglugerðir innri markaðarins á réttum tíma.

Innleiðingarhalli Íslands er 2,8%, 31 tilskipun var ekki innleidd að fullu á réttum tíma. En innleiðingarhalli Íslands er sá mesti á öllum innri markaðnum, en Noregur fylgir á eftir með 2% halla. Til samanburðar má nefna að innleiðingarhallinn er að meðaltali 0,5% í öllum ríkjum ESB.

Helga segir að EFTA ríkin þurfi öll að taka sig á, en þó sérstaklega Ísland þar sem hallinn hefur verið langvarandi og sá langmesti á öllu Evrópska efnahagssvæðinu.