Frosti Bergsson
Frosti Bergsson
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. hélt aðalfund sinn föstudaginn 29. apríl.  Á fundinum var ársreikningur fyrir árið 2010 samþykktur, en Viðskiptablaðið greindi frá niðurstöðu síðasta rekstrarár í frétt 15. mars síðastliðinn. Einnig var stjórnarkjör þar sem allir stjórnarmenn voru endurkjörnir.

Stjórn Sjóvár skipa:

  • Frosti Bergsson stjórnarformaður
  • Haukur C. Benediktsson varformaður
  • Erna Gísladóttir
  • Heimir V. Hannesson
  • Þórhildur Helgadóttir

Varamenn voru kosnir :

  • Birgir Birgisson
  • Eiríkur Jóhannesson
  • Ingi Jóhann Guðmundsson
  • Ingvi Hrafn Óskarsson
  • Tómas Kristjánsson

Eins og fram kom í mars skilaði Sjóvá 811 milljóna króna hagnaði á árinu 2010.  Arðsemi eigin fjár var rúm 6,8% á tímabilinu.  Eigið fé Sjóvár nam 12,3 milljörðum króna í lok árs og var eiginfjárhlutfallið 33,6%. Heildartekjur félagsins á árinu námu 12,3 milljörðum, þar af voru iðgjöld 10,9 milljarðar og afkoma af fjármagnsliðum 1,3 milljarðar.