Nguyen Thi Kim Ngan var í dag kjörin forseti þingsins í Víetnam, en hún er fyrsta konan til að gegna því embætti.

Ngan var kjörin með 95,5% atkvæða þingmanna. Hún sór embættiseið þar sem hún hét því að vera trú og að vinna í þágu landsins. Hún hefur verið vara-forseti þingsins undanfarin fimm ár.

Kjör Ngan kemur í kjölfarið á því að fráfarandi forseti þingsins, Nguyen Sinh Hung, var ekki kjörin til framkvæmdastjórnar kommúnistaflokks Víetnam á landsfundi flokksins í janúar sl. en yfirstjórn flokksins vildi að háttsettur aðili innan flokksins myndu gegna þessu embætti.