Glitnir hefur tekið 200 milljóna evru ádráttarlán (e. revolving credit) til fimm ára hjá 11 viðskiptabönkum. Lánið verður notað til að styrkja enn frekar lausafjárstöðu bankans og til að endurfjármagna 160 milljóna evru þriggja ára ádráttarlán frá árinu 2003, segir í tilkynningu bankans.

Lánskjör á eru 18 punktar yfir millibankavöxtum (EURIBOR) óádregið og 36 punktar ef dregið verður á lánið. Glitnir er nú með 575 milljónir evra í ádráttarlánum sem eru öll óádregin.

Umjónaraðilar lánsins voru Sumitomo Mitsui Banking Corporation Europe Limited, Barclays Capital, BayernLB, Credit Suisse International, DZ BANK AG, Fortis Bank, HSH Nordbank AG, Raiffeisen Zentralbank Österreich Aktiengesellschaft, SANPAOLO IMI BANK IRELAND PLC, Deutsche Bank Luxembourg S.A. og Wachovia Bank, National Association.