Gnúpur fjárfestingarfélag ræður yfir 17,2% hlut í FL Group, samkvæmt flöggun til Kauphallarinnar. Um er að ræða færslur á eignarhlut og framvirkum samningum. Félagið er næststærsti hluthafi FL Group, á eftir Eignarhaldsfélaginu Oddaflugi, sem á 19,77% í FL Group, samkvæmt hluthafaskrá.

Aðaleigendur Gnúp fjárfestingarfélags eru fjárfestarnir Magnús Kristinsson og Kristinn Björnsson. Þórður Már Jóhanneson er forstjóri félagsins.

Gnúpur fjárfestingafélag hf. verður skráður eigandi allra hluta áður í eigu Suðureyjar ehf., MK-44 II ehf., Eignarhaldsfélagsins SK II ehf. og Eignarhaldsfélagsins SKE II ehf. Eignarhaldsfélagið SK II ehf., Eignarhaldsfélagið SKE II ehf., Suðurey ehf., MK-44 II ehf. og Fjárfestingafélagið Brekka ehf. eiga Gnúp fjárfestingafélag hf. Eigendur framangreindra félaga eiga 93% í Gnúpi fjárfestingafélagi hf.

Eignarhald Gnúps

Gnúpur fjárfestingafélag ehf. er í eigu Eignarhaldsfélagsins SK II ehf., Eignarhaldsfélagsins SKE II ehf., Suðureyjar ehf., MK-44 II ehf. og Fjárfestingafélagsins Brekku ehf.

Eignarhaldsfélagið SKE II ehf. og Eignarhaldsfélagið SK II ehf. er í eigu Björns Hallgrímssonar ehf. sem er í eigu Kristins Björnssonar, Áslaugar Björnsdóttur, Emilíu Bjargar Björnsdóttur og Sjafnar Björnsdóttur.

MK-44 II ehf. og Suðurey ehf. er í eigu Magnúsar Kristinsson.

Fjárfestingafélagið Brekka ehf. er í eigu Þórðar Más Jóhannessonar.