Horfur á norrænum hlutabréfamörkuðum á árinu 2007 eru jákvæðar enda eru efnahagshorfur mjög góðar, segir greiningardeild Landsbankans, sem telur ekki ólíklegt að leiðrétting verði á fyrri hluta árs eftir miklar hækkanir undanfarið. En flestir sérfræðingar spá 10-15% hækkun á norrænum vísitölum á árinu, að sögn greiningardeildarinnar.

?Miklar hækkanir hafa einkennt norræna markaði síðustu tvö ár eða um 28,5% að meðaltali á ári, segir greiningardeildin.

Þær atvinnugreinar sem greiningardeildin hefur mesta trú á eru fjármálaþjónusta ásamt framleiðslu og sölu á neyslu- og nauðsynjarvörum. ?Þá þykir okkur olíutengdur iðnaður einnig spennandi,? segir greiningardeildin.