Grikki hafa selt fjórar farþegaþotur til að borga skuldir sínar samkvæmt frétt e24.no. Um er að ræða sölu á fjórum Airbus A340-300  fyrir um 40,4 milljónir dollara sem munu renna til ríkissjóðs áður en fjármunirnir verða notaðir til að greiða niður skuldir.

Flugvélarnar voru áður í eigu ríkisflugfélagsins Olympic Airways en kaupandinn er Apollo Aviation Group sem átti hæsta boðið í vélarnar. Eftir að vélarnar voru settar á sölu var svo Olympic Airways einkavætt og heitir nú Olympic Air.