Verð á gulli á markaði hefur lækkað töluvert síðustu tvo viðskiptadaga, eftir að hafa hvert verðmetið á fætur öðru. Verð á únsu var komið yfir 1.900 dollara en er nú um 1850 dollarar. Málmurinn hefur notið mikilla vinsælda fjárfesta, sem margir hverjir eru óttaslegnir yfir skuldastöðu Evrópuríkja og Bandaríkjanna.

Lækkanir á gulli virðast koma fáum á óvart eftir miklar hækkanir í ágústmánuði. Meðal ástæðna fyrir lækkun er að nú innleysi fjárfestar hagnað af gullviðskiptum, en gullið hækkaði um 16% í ágúst.