Kínverska hagkerfið, helsti prímus mótor alþjóðahagkerfisins, er byrjað að hökta og hefur hagvöxtur þar ekki verið jafn lítill í fimm ár.

Þar sem Kína hefur staðið undir fjórðungi af öllum vexti alþjóðahagkerfisins undanfarin ár eru þetta slæm tíðindi og afleiðingarnar finnast víða.

Hagvöxtur í Kína var 9% á ársgrundvelli á þriðja fjórðungi. Þrátt fyrir að flestum þætti það sæmilegt verður að hafa í huga að hagvöxtur hefur ekki farið undir 10% undanfarin fimm ár og hann var 12% á sama tíma í fyrra. Sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir 9,7% vexti á fjórðungnum en hagvöxtur var 10,1% á öðrum fjórðungi.

_______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .