*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 15. nóvember 2011 09:30

Hagvöxtur í Frakklandi og Þýskalandi

Hagvöxtur mældist í tveimur stærstu aðildarríkjum Evrópusambandsins. Aukin einkaneysla keyrir hagkerfið áfram.

Ritstjórn
Ys og þys í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi.
Getty Images

Hagvöxtur mældist 0,5% í Þýskalandi á þriðja árfjórðungi. Á sama tíma óx hagkerfi Frakka um 0,4%. Niðurstaðan er umfram væntingar í báðum tilvikum. Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) spáir því að þýska hagkerfið muni dragast saman um 1,4% á yfirstandi ársfjórðungi.

Þetta er nokkur bati í báðum tilvikum. Hagvöxtur í Þýskalandi var 0,3% á öðrum ársfjórðungi en hagkerfi Frakka dróst saman um 0,1%.

Í báðum tilvikum er það aukin einkaneysla og eftirspurn á innanlandsmarkaði sem keyrði hagvöxt í löndunum áfram.

Stikkorð: Þýskaland Hagvöxtur Frakkland