Efnahagshorfur í alþjóðahagkerfinu fara versnandi og hættan á því að lánsfjárkreppan, sem hófst í Bandaríkjunum, hafi slæmar afleiðingar fyrir raunhagkerfi ríkja beggja vegna Atlantshafsins er mjög mikil. Þetta kom fram í máli Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF), á fjölmiðlafundi í París á mánudaginn.

Þrátt fyrir varnarorð Strauss- Kahn hafa peningamálayfirvöld í Evrópu og Bandaríkjunum brugðist við ástandinu með mjög ólíkum hætti: Á meðan Seðlabanki Bandaríkjanna hefur lagt ofuráherslu á að viðhalda fjármálalegum stöðugleika virðast áhyggjur Evrópska seðlabankans fremur beinast að hækkandi verðbólgu á evrusvæðinu, en hún mælist nú 3,3% og hefur ekki verið hærri í fjórtán ár.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .