Helmingur landsmanna telur ríkisstjórnina leyna oft mikilvægum upplýsingum um umhverfis-, velferðar-, heilbrigðis- og menntamál sem eigi erindi við almenning og varða almannahagsmuni.

Aðeins einn af hverjum tíu telja ríkisstjórnina sjaldan eða aldrei gera það. Þá telja 52% sem þátt tóku í könnuninnn að sveitarfélög og stofnanir þeirra leyni upplýsingum sem varða almannahagsmuni.

Þetta eru niðurstöður könnunar um viðhorf fólks til ríkisstjórnarinnar, stofnana ríkisins og sveitarfélaga sem gerð var í mars og apríl.

Dr. Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor í upplýsinga- og skjalastjórn við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands, fjallaði um niðurstöðurnar í hádegisfyrirlestri í dag.

Fréttavefur Morgunblaðsins, mbl.is , fjallaði nánar um niðurstöður viðhorfskönnunarinnar.