Hlutabréf í Bandaríkjunum tóku sína mestu dýfu í þrjár vikur eftir að General Electric tilkynnti um samdrátt í hagnaði, þvert á væntingar fjárfesta. Væntingar neytenda hafa jafnfram ekki mælst jafnlitlar síðan á níunda áratug síðustu aldar.

Standard & Poor’s 500-vísitalan féll um 2% og féll um alls 2.7% í liðinni viku. Dow Jones fél jafnframt um 2% og Nasdaq lækkaði um 2,6%.

Tíðindin af General Electric höfðu slæm áhrif víðar. Í Evrópu breyttist hækkun í lækkun í kjölfar tíðindanna. Í Asíu lokuðu markaðir grænir, enda bárust fréttirnar af General Electric eftir lokun markaða.

Olíuverð hækkaði um hálft prósent og kostaði tunnan 108.75 dollara við lokun markaða.