Þing­menn í full­trúa­deild Banda­ríkja­þings hafa örfá daga til stefnu til að ná sam­komu­lagi um á­fram­haldandi fjár­mögnun ríkis­sjóðs en ef það næst ekki mun ríkið neyðast til að stöðva starf­semi ríkis­stofnana s.s. dóm­stóla o. fl. vegna fjár­skorts.

Mats­fyrir­tækið Moo­dy‘s greindi frá því í morgun að ef komi til þess er lán­hæfis­mat Banda­ríkjanna í hættu en Moo­dys er eina stóra mat­fyrir­tækið sem metur láns­hæfi ríkis­sjóðs sem AAA.

Mats­fyrir­tækið Fitch lækkaði lánshæfismat Banda­ríkjanna í AA+ úr AAA í byrjun ágúst og fylgdi þannig í fót­spor Standards & Poors sem lækkuðu lánshæfismat ríkisins úr AAA flokki í fyrsta skipti í sögunni árið 2011.

Þúsund milljarða vaxtakostnaður

Báðar á­kvarðanir voru teknar í tengslum við deilur um hækkun skulda­þak ríkisins.

Það stefnir í að skuldir Banda­ríkjanna nái 33 þúsund milljörðum dala og að ríkið muni greiða þúsund milljarða banda­ríkja­dala í vexti á árinu.

Repúblikanar og Demó­kratar eru ná­lægt því að ná sam­komu­lagi um á­fram­haldandi fjár­mögnun ríkis­sjóðs í öldunga­deildinni en Repúblikanar í full­trúa­deildinni vilja endur­skoða hernaðar- og efna­hags­stuðning við Úkraínu.

Knappur tími er til stefnu en lögin þurfa að vera sam­þykkt fyrir 1. októ­ber annars þarf öll ríkis­starf­semi að stöðvast vegna fjár­skorts.

„Ef ríkis­starf­semi neyðist til að stöðvast mun það hafa slæm á­hrif á lán­hæfis­mat Banda­ríkjanna,“ segir Willi­am Foster, greiningar­aðili hjá Moo­dy‘s í sam­tali við Reu­ters.

Foster segir að komi til þess muni það lík­lega leiða til þess að Moo­dy‘s þurfi að lækka lán­hæfis­matið.

Greiningar­deild Moo­dy‘s telur þó að ef komi til þess að stöðva þurfi alla ríkis­starf­semi verður það einungis til skamms tíma og muni ekki hafa teljandi á­hrif á skulda­söfnun ríkis­sjóðs.