Hin alþjóðlega fjármálakreppa á eftir að versna og stór bandarísk fjármálastofnun mun riða til falls á næstu mánuðum.

Þetta er mat hagfræðiprófessorsins Kenneth Rogoff, sem áður var aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en pistlar hans birtast reglulega í helgarblaði Viðskiptablaðsins.

Á ráðstefnu Singapúr í dag sagði hann að ástandið á fjármálamörkuðum eigi eftir að versna til muna og á næstu mánuðum eigi annaðhvort einn af stóru bandarísku fjárfestingabönkunum eða viðskiptabönkunum eftir að fara á hausinn.

Ennfremur lýsti Rogoff því yfir að bandarísku fasteignasjóðirnir Fannie Mae og Freddie Mac muni ekki vera til í núverandi mynd eftir nokkur ár.

______________________________________

Nánar varður fjallað um málið í Viðskiptablaðinu á morgun. Áskrifendur geta, frá kl. 21 í kvöld, lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .