Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ] hækkaði um 0,5% seinni part dags eftir að hafa lítið hreyfst fram undir hádegi og var við lok markaða 4.239 stig.

Á myndinni hér til hliðar má sjá helstu lækkanir einstakra félaga. Atlantic Airways [ FO-AIR ] hækkaði eftir hádegi en velta með bréf í félaginu var þó aðeins tæpar 170 þúsund krónur þannig að sáralítil viðskipti eru á bakvið þá hækkun.

Velta með hlutabréf var í dag um 1,2 milljarðar. Þar af voru um 480 milljónir með bréf í Kaupþing [ KAUP ], um 325 milljónir með bréf í Exista [ EXISTA ], tæpar 140 milljónir með bréf í Glitni [ GLB ] og um rúmar 110 milljónir með bréf í Landsbankanum [ LAIS ] en talsvert minni velta er með hlutabréf í öðrum félögum.

Krónan hefur veikst lítillega seinni part dags eða um 0,2% og er gengisvísitalan nú 158,9 stig.