Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,23% og er 8.135 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 7,3 milljörðum króna.

Hampiðjan hækkaði um 8,3% í þremur viðskiptum sem námu samtals 1,3 milljónum króna, Exista [ EXISTA ]hækkaði um 2,49% en félagið birti uppgjör í dag, Glitnir [ GLB ]hækkaði um 1,84 og  Bakkavör Group [ BAKK ]hækkaði um 1,39% en félagið birrti uppgjör eftir lok markaðar í dag,

Spron [ SPRON ]er enn eldrautt á markaði og lækkaði um 3,01%, 365 lækkaði um 2,49%, Eik banki [ FO-EIK ]lækkaði um 2,43% en félagið birti uppgjör í dag, Century Aluminium lækkaði um 1,6% og Straumur lækkaði um 1,55% en fjárfestingabankinn birti uppgjör sitt fyrir opnun markaðar í dag.

Gengi krónu styrktist um 0,3% og er 116,1 stig við lok markaðar.