Úrvalsvísitalan snéri við á uppleið sinni í dag og fór niður fyrir níu þúsund stigin á ný eftir að hafa brotið nýtt met í gær. Úrvalsvísitalan er nú í 8.989 stigum sem er lækkun um 0,3% síðan í gær. Velta með hlutabréf í Kauphöllinni nam samtals 12,4 milljörðum króna samkvæmt upplýsingum Markaðsvaktarinnar Mentis.

Átta félög hækkuðu í Kauphöllinni í gær, mest þeirra hækkaði Century Aluminum sem hækkaði um 3,38%, þá hækkaði Færeyjabanki um 2,09%, Össur um 1,84%, Marel um 1,27%, Atlants olía um 0,91%, Atorka um 0,83% Glitnir um 0,33% og Bakkavör um 0,28%.

Tólf félög lækkuðu, mest þeirra Alfesca um 2,72%, Teymi um 2,3%, og FL Group um 1,8%.

Krónan styrktist lítillega eða um 0,05% og endaði gengisvísitalan daginn í 110,7 stigum.