Icelandair Group er sterkasta félagið af íslensku félögunum sex sem skráð eru í Kauphöllina. Gengi bréfa í félaginu hefur hækkað um 97% frá byrjun síðasta árs og var áætlaður hagnaður Icelandair Group í krónum talið 105% hærri í fyrra en árið 2011. Til samanburðar hækkaði gengi bréfa Marel um 20% á sama tíma og var áætlaður hagnaður félagsins í krónum talið 21,5% hærri en ári fyrr. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, hlaut Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins á milli jóla og nýárs.

Fram kemur í Dagbók eignastýringar Landsbankans í dag. Í dagbókinni er fjallað um þróun hlutabréfamarkaðarins hér á landi og félögunum sex raðað eftir kennitölum. Þar er miðað við áætlaða rekstrarafkomu í fyrra, áætlaða arðsemi eigin fjár, vöxt í hagnaði, sölu og áætlað markaðsverðmæti miðað við gengi hlutabréfa á föstudaginn var.

Sem fyrr segir er Icelandair Group efst á lista. Á eftir fylgir fasteignafélagið Reginn. Marel er í þriðja sæti, Eimskip í því fjórða og Hagar í því fimmta. Nýliðinn í Kauphöllinni, Vodafone, rekur svo lestina.

Heimild: Eignastýring Landsbankans
Heimild: Eignastýring Landsbankans