Í Óðni í Viðskiptablaðinu á morgun er ítarleg umfjöllun um innflytjendur í Danmörku, hreint framlega mismunandi hópa, stöðu þeirra á vinnumarkaði, dönsku glæpavísitöluna, atvinnuþátttöku og kostnað. Áskrifendur geta lesið umfjöllunina í heild hér.

Mattias Tesfaye innflytjendaráðherra Danmerkur á árunum 2019-2022 beitti sér fyrir því að í dönskum gögnum og skýrslum væri notast við fjóra hópa í landinu, Dani að uppruna og þrjá hópa innflytjenda, til að greina betur raunverulega stöðu hvers hóps.

Þrír hópar innflytjenda eru (1) innflytjendur frá Vesturlöndum, (2) innflytjendur frá löndum þar sem stærstur hluti íbúa eru múslimar eða svokölluðum MENAPT löndum (uppruni í Mið-Austurlöndum og Norður Afríku auk Pakistan og Tyrklands) og (3) innflytjendum frá 166 öðrum löndum sem öll eru utan Vesturlandanna.

Í umfjölluninni kemur fram að staða innflytjenda frá múslimalöndunum, hinna svokölluðu MENAPT landa, er mjög frábrugðin stöðu annarra innflytjenda.

Bretar greiða mest í danska ríkiskassann

Í gögnunum kemur fram að innflytjendur allra MENAPT landanna fá meira frá hinu opinbera í Danmörku en þeir greiða í formi skatta. Því er öfugt farið með innflytjendur frá vestrænum löndum.

Danska fjármálaráðuneytið gefur aðeins upplýsingar um upprunalönd innflytjenda ef íbúar eru fleiri en 5.000 í Danmörku. Palestínumenn eru taldir með Líbanon þar sem Danir viðurkenna ekki ríki Palestínu.

Flestir Palestínumenn kom frá Líbanon til Danmerkur á áttunda og níunda áratugnum og eru þeir sagður stór hluti þeirra sem skráðir eru frá Líbanon í gögnum dönsku hagstofunnar og fjármálaráðuneytisins.

Á grafinu hér fyrir neðan má sjá þau lönd sem kosta danska skattgreiðendur mest og þau lönd sem greiða mest til hins opinbera í Danmörku.

Pistill Óðins birtist í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið. Áskrifendur geta lesið pistilinn í fullri lengd hér.