*

mánudagur, 23. september 2019
Innlent 17. ágúst 2019 13:09

Innkalla Volvo vegna íkveikjuhættu

Mögulegt er að plasthluti soggreinar í vélum 376 Volvo bifreiða hér á landi geti bráðnað og afmyndast.

Ritstjórn
Hér sést Volvo V60, árgerð 2019. Innköllunin nær til ýmissa gerða af Volvo framleiddum árin 2014-2019.
Haraldur Guðjónsson

Mögulegt er að plasthluti soggreinar í vélum 376 Volvo bifreiða hér á landi geti bráðnað og afmyndast. Í verstu tilfellum getur eldur kviknað út frá því á afmörkuðu svæði. Bifreiðarnar hafa verið innkallaðar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Neytendastofu en stofnuninni barst tilkynning frá Brimborg þessa efnis. Um 376 Volvobifreiðar er að ræða af hinum ýmsu gerðum. Bílarnir voru framleiddir á árunum 2014 til 2019.

Bifreiðaeigendum hefur verið tilkynnt um innköllunina bréfleiðis. Séu eigendur Volvo bifreiða í vafa um það hvort innköllunin nái til þeirra er þeim bent á að hafa samband við umboðið.