Ísland er alltof of lítið land fyrir Ikea og verslunin í Garðabænum því minni en gengur og gerist í öðrum löndum. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi, segir Ikea í Svíþjóð taka tillit til smæðar þjóðarinnar og verslunin því í raun á undanþágu.

„Það var nauðsynlegt fyrir IKEA á Íslandi að geta vaxið hægt og rólega, enda tel ég að fyrirtækið hefði aldrei lifað af ef verslunin hefði opnað fyrsta daginn í því rúmlega 20.000 fermetra rými sem hún er í núna. Reyndar segja markaðsrannsóknir IKEA í Svíþjóð að markaðssvæði hverrar verslunar þurfi að vera um ein og hálf milljón manna. Samkvæmt því er Ísland of lítið land fyrir Ikea-verslun, en í þessu eins og svo mörgu öðru eru Íslendingar öðruvísi. En það er tekið tillit til smæðar þjóðarinnar, því í raun erum við á undanþágu hvað varðar stærð verslunarinnar. Erlendis eru þær töluvert stærri,“ segir hann.

Rætt er við Þórarinn í Viðskiptablaðinu sem kom út í vikunni. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .