Danmörk er hamingjusamasta þjóð í heimi samkvæmt World Happiness Report sem var gefin út í dag.

Svisslendingar eru næst hamingjusamasta þjóð í heimi en Íslendingar verma þriðja sætið. Noregur er í fjórða sæti og Finnland í því fimmta.

Ísland, ásamt Írlandi, er sérstaklega tekið sem dæmi um ríki þar sem hamingjustig hefur haldist hátt þrátt fyrir efnahagserfileika í kjölfar ársins 2007.

Ísland er einnig í fimmta sæti þar sem jöfnuður hamingju er sem mestur, þ.e. frávik frá meðaltals hamingjustigi, en Bútan vermir fyrsta sæti þess lista. Ísland er það land þar sem jöfnuður hamingju eykst næst mest frá árinu 2012-2013, þegar síðasta könnun var gerð, en jöfnuður hamingju eykst mest í Pakistan.