LME fjárfestingafélag í eigu Marel, Landsbankans og Eyris Invest hefur aukið eignarhlut sinn upp í 43,3% af heildarhlutafé Stork samstæðunnar. Áður átti félagið 32% í Stork.

?LME sýnir með auknum eignarhlut langtímaskuldbindingu gagnvart Stork samstæðunni. Aukinn eignarhlutur er jafnframt ætlaður til að tryggja og vernda þá fjárfestingu sem þegar hefur verið lögð í félagið. Fjárfestingafélagið Candover fjárfestingarfélag hefur hótað að þvinga aðra hluthafa út  jafnvel þó þeir nái einungis 51% hlut í Stork?. Segir  Árna Odds Þórðarsonar forstjóra Eyris Invest og stjórnarformanns Marel Food Systems í tilkynningu.


?LME stefnir að viðræðum við framkvæmdastjórn, stjórn og aðra hluthafa Stork um framtíð félagsins með það að markmiði að auka ávinning allra hagsmunaaðila," segir Árni Oddur jafnframt.