„Djöfullinn maður. Maður má ekki gera neitt. Það bara fréttist allt. Hvað viltu vita næst, í hvernig buxum ég er?“ segir Júlíus Þorbergsson, gjarnan kenndur við söluturninn Drauminn á Rauðarárstíg, í samtali við blaðamann Fréttatímans .

Í blaðinu í dag kemur fram að Júlli hafi ásamt syni sínum fest kaup á myndbandaleigunni James Bönd í Skipholti.

Júlli er vel þekktur úr íslensku verslunarlífi en hann rak lengi sjoppuna Drauminn á Rauðarárstíg. Í lok janúar var hann borinn út úr húsnæðinu en þar átti hann einnig íbúð. Hann virðist þó ætla að snúa sér aftur að rekstri ef marka má þessa nýju fjárfestingu.