Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í markaðsmisnotkunarmáli gegn níu fyrrverandi stjórnendum og starfsmönnum Kaupþings er hægt að nálgast með þvi að smella hér .

Eins og VB.is greindi frá fyrr í dag var Ingólfur Helgason dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi, en til frádráttar refsingu hans kemur gæsluvarðhaldsvist hans. Þá er Bjarki H. Diego dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Sigurður Einarsson var dæmdur í eins árs fangelsi en Einar Pálmi Sigmundsson hlýtur tveggja ára fangelsisvist, en refsingu hans er frestað haldi hann skilorði. Pétur Kristinn Guðmarsson og Birnir Sær Björnsson voru dæmdir í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hreiðar Már Sigurðsson var sakfelldur en honum ekki gerð refsing. Magnús Guðmundsson og Björk Þórarinsdóttir voru sýknuð.