Forsetasvítan á Hótel Sögu er um 70 fermetrar að stærð en þar er einnig hægt að stækka svítuna með aukaherbergi. Tvö lífvarðaherbergi eru fyrir framan svítuna sem geta komið sér vel.

Hægt er að ganga út á svalir úr svefnherberginu og úr stofunni þar sem útsýni er í þrjár áttir. Stíllinn á svítunni er klassískur og mikið hefur verið lagt upp úr því að viðhalda gömlu útliti.

Gestir á forsetasvítunni geta fengið mat frá Grillinu sendan inn á herbergi og sagt er að margir hafi skemmt sér vel á svítunni með mat og drykk.

Á næstu dögum mun VB Sjónvarp skoða fleiri hótelsvítur.

Forseta svítan á Hótel Sögu
Forseta svítan á Hótel Sögu
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Forseta svítan á Hótel Sögu
Forseta svítan á Hótel Sögu
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Forseta svítan á Hótel Sögu
Forseta svítan á Hótel Sögu
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Forseta svítan á Hótel Sögu
Forseta svítan á Hótel Sögu
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)