Prófkjör hafa ekki slæm áhrif á möguleika kvenna og ungs fólk til að komas til áhrifa samkvæmt nýrri rannsókn eftir Gunnar Helga Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, og Indriða H. Indriðason, dósent við Háskólann í Kaliforníu. Þeir skoðuðu íslensk prófkjör frá upphafi og komast að þeirri niðurstöðu að konum gangi ekki verr en körlum og nái jafnvel oftar markmiðum sinum í baráttu um önnur sæti en það efsta. Hinsvegar ná þær síður árangri við að ná fyrsta sæti á lista en karlar. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Ein leið til túlka niðurstöður rannsóknarinnar, samkvæmt Gunnari Helg og Indriða, er að þegar flokkarnir velja sjálfir á framboðslista eru konur síður líklegar til að fá sæti á lista sem leiðir til þingsætis. Hinsvegar eru þær líklegri ti að fá sæti sem leiða næstum því til þingsætis.

Rannsóknin sýndi einnig að í prófkjörum er líklegt að ungt fólk fái stuðning þar sem auðveldara sé að fá þátttakendur í prófkjörum til þess að kjósa nýja tíma.