*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 1. mars 2006 07:43

Kostnaður álversins 65 milljarðar króna

Ritstjórn

Kostnaður við hugsanlega byggingu álvers á vegum Alcoa á Íslandi gæti verið rúmlega einn milljarður Bandaríkjadala, sem samsvarar 65 milljörðum króna, segir í tilkynningu frá félaginu

Alcoa mun greina frá því hvort að reist verður annað álver á vegum félagsins á Íslandi í New York í dag, ásamt íslenskum strjórnvöldum. Flestir búast við því að álverið muni rísa í nágrenni Húsavíkur.

Álframleiðendur leita nú í auknum mæli til landa þar sem hægt er að nálgast ódýra orku þar sem orkuverð hefur farið hækkandi víða um heim.

?Við erum eins og heima hjá okkur á Íslandi," sagði Bernt Reitan, forseti félagins, en bætti við að ekki væri öruggt að Alcoa myndi reisa annað álver á Íslandi. Áætlað er framleiðslugeta þess verði 250 þúsund tonn, ef af framkvæmdunum verður.