*

fimmtudagur, 9. júlí 2020
Innlent 2. október 2019 16:20

Hvalur bætir við sig í Hampiðjunni

Hvalur hf. sem er að hluta til í eigu Kristjáns Loftssonar, stjórnarmanns Hampiðjunnar hf., keypti 3 milljónir hluta í félaginu.

Ritstjórn
Kristján Loftsson, stjórnarmaður Hampiðjunnar.
Haraldur Guðjónsson

Hvalur hf. félag sem Kristján Loftsson, stjórnarmaður Hampiðjunnar hf., á hlut í hefur keypt fyrir þrjár milljónir hluta í félaginu á verðinu 44,6 krónur á hvern hlut. Það gerir um það bil 134 milljónir íslenskra króna. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Félagið á eftir kaupin rúmlega 222 milljónir hluta sem, miðað við núverandi gengi, eru metnir á um það bil 9,9 milljarða króna.