Fasteignafélagið VBS fasteignir var tekið til gjaldþrotaskipta 7.júní 2011 en þann 11.júlí síðastliðinn. lauk skiptum á búinu. Veðkröfur voru rúmar 894 milljónir en almennar kröfur tæplega 155 milljónir króna. Upp í veðkröfur greiddust samtals 46,5 milljónir en eftir skiptalokin kom fram að engar greiðslur hefðu fengist upp í lýstar kröfur, áfallna vexti og kostnað eftir úrskurðardag gjaldþrotaskipta.

Það var því rúmur milljarður sem kröfuhafar þurftu að afskrifa. Einnig kemur fram að engar eignir hafi fundist í búinu en þær eignir sem skráðar voru í efnahagsreikning fyrirtækisins í lok árs 2009 voru skrifstofuhúsnæði og geymsluhúsnæði í byggingu og námu 434 milljónum.