*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 23. júlí 2019 19:01

Krónan styrktist um 2%

Gengi íslensku krónunnar styrktist töluvert í dag eftir rólega tíð.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Gengi íslensku krónunnar styrktist í dag um 1,93% gagnvart evru og þetta mesta hreyfing á gengi hennar frá því í byrjun apríl. Gengi krónunnar gagnvart evru hefur haldist nær stöðugt undanfarið og var nær það sama frá 13. júní fram til 17. júlí þegar það stóð í 141,7 krónum fyrir eina evru. 

Síðustu viku hefur krónan hins vegar tekið að styrkjast og hefur eftir styrkingu dagsins styrkst um rúmlega 3% á síðustu viku. Gengi krónu gagnvart evru stóð í lok dags 137,2 krónum. Þá styrktist krónan um 1,34% gagnvart dollar en minni styrking gagnvart dollar kemur til af því að gengi evru veiktist um tæplega hálft prósent gagnvart dollar í viðskiptum dagsins en millibankamarkaður með gjaldeyri á Íslandi er í evrum.

Samkvæmt þeim aðilum á markaði sem Viðskiptablaðið ræddi við skýrist styrking dagsins að einhverju leyti af sölu innlendra aðila á gjaldeyri.