Landsbankinn breytti vaxtatöflu sinni síðasta fimmtudag. Á meðal breytinganna voru hækkanir á föstum vöxtum óverðtryggðra íbúðalána. Fastir vextir til 3 ára hækkuðu um 0,4 prósentustig, en fastir vextir til 5 ára um 0,3 prósentustig.

Í samtali við Viðskiptablaðið segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, að vaxtahækkanirnar séu til komnar vegna þess að vextir á markaði séu að hækka. „Eins og hefur fram komið hjá mörgum, meðal annars Seðlabankanum og fleirum, þá eru væntingar í kerfinu allar um vaxtahækkun,“ segir Kristján. Væntanlegir kjarasamningar og frumvarp um afnám hafta hafi áhrif.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .