Lax­ey, sem byggir upp land­eldi á laxi í Vest­manna­eyjum, lauk í síðustu viku sex milljarða hluta­fjár­aukningu. Fé­lagið lauk þar með fjár­mögnun á 4.500 tonna fram­leiðslu á laxi á landi, sem mun einnig inni­halda seiða­stöð og fram­leiðslu á stór­seiðum.

Lax­ey hefur nú alls safnað meira en 12 milljörðum króna í hluta­fé með fjár­mögnunar­lotum.

Blue Fu­ture Holding, sem er hluti af þýsku fjöl­skyldu­sam­steypunni EW Group, var leiðandi fjár­festir í út­boðinu.

Meðal annarra fjár­festa í út­boðinu má nefna Nutreco, sem er stærsti fram­leiðandi á fiski­fóðri í heimi, Sea­born, leiðandi sölu­aðila á laxi, Kjartan Ólafs­son og öflugt hollenskt sjávar­út­vegs­fyrir­tæki.

Auk þeirra tók fjöldi öflugra fjár­festa einnig þátt en má þar nefna Al­menna líf­eyris­sjóðinn, Festa líf­eyris­sjóður, Líf­eyris­sjóð Vest­manna­eyja og Snæ­ból. Hluta­fjár­aukningin kemur nánast ein­göngu frá nýjum hlut­höfum en um 25 nýir fjár­festar komu inn í fé­lagið.

Sam­kvæmt frétta­til­kynningu frá Lax­ey mun full­trúi frá Blue Fu­ture Holding taka sæti í stjórn Lax­ey en Kjartan Ólafs­son einnig til­nefndur.

„Við­skipta­á­ætlun gerir ráð fyrir sölu á stór­seiðum og eldi á mat­fiski. Upp­bygging verk­efnisins er í fullum gangi og seiða­stöðin er þegar komin í rekstur. Nú þegar hafa tveir hópar hrogna verið teknir inn í stöðina sem vaxa í sam­ræmi við á­ætlanir. Seiða­stöðin getur fram­leitt 4 milljónir seiða ár­lega og verður full­búin haustið 2024. Fram­kvæmdir eru á á­ætlun fyrir á­fra­meldið, sem mun nýta hag­stæðar náttúru­legar að­stæður í Vest­manna­eyjum,“ segir í frétta­til­kynningu.

Fé­lagið greinir einnig frá því að þar sem Lax­ey verður með um­tals­verða um­fram­fram­leiðslu á seiðum á fyrstu árum starf­seminnar hefur fé­lagið tekið þá á­kvörðun að nýta sjótankana í á­fra­meldinu fyrir fram­leiðslu stór­seiða til sölu, sam­hliða fram­leiðslu á laxi til mann­eldis.

Sala á stór­seiðum til hefð­bundins eldis­iðnaðar mun draga úr lúsa­vanda­málum með því að stytta eldis­tímann í sjó.

Lax­ey hefur hingað til aðal­lega verið fjár­magnað af fjöl­skyldu Sigur­jóns Óskars­sonar en fé­lagið segir að með inn­komu hinna öflugu fjár­festa, sem inni­halda m. a. leiðandi fyrir­tæki í al­þjóð­legum lax­eldis­iðnaði, muni skapast mjög sterkur grund­völlur fyrir frekari vexti.

„Við erum himin­lifandi með þann stuðning sem LAX­EY hefur frá upp­hafi haft frá nú­verandi fjár­festum okkar, og nú hinn mikla á­huga sem við fengum frá nýjum fjár­festum. Það er til vitnis um að stefna okkar um að byggja sjálf­bært og fjár­hags­lega hag­kvæmt lax­eldi í Vest­manna­eyjum fellur vel að mark­miðum fjár­festa“ segir Lárus Ás­geirs­son, stjórnar­for­maður LAX­EY.

„Þessi hluta­fjár­aukning og á­fram­haldandi þróun verk­efnisins undir­strikar skuld­bindingu okkar til sjálf­bærs fisk­eldis, upp­byggingu á nýjum iðnaði í Vest­manna­eyjum og eflingu lax­eldis­iðnaðar á Ís­landi.“

Norski fjár­festinga­bankinn Arctic Secu­rities var um­sjónar­aðili hluta­fjár­út­boðsins, en Mar Advis­ors voru fjár­mála­ráð­gjafar fyrir LAX­EY

Uppbyggingu Laxey á áframeldinu í Viðlagafjöru
© Aðsend mynd (AÐSEND)