Lífeyrissparnaður landsmanna nam 6.155 milljörðum króna í lok fyrsta ársfjórðungs ársins og jókst um 153 milljarða á fjórðungum, eða um 2,6%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum .

Eignir samtryggingardeilda lífeyrissjóða námu um 5.247 milljörðum króna og séreignarsparnaður um 617 milljörðum. Þá voru eignir hjá innlendum vörsluaðilum séreignasparnaðar um 251 milljarðar króna. Þrátt fyrir heimildir til úttektar séreignarsparnaðar jukust eignir sjóðanna í þessum flokki um 26 milljarða eða 3%.

Eignir í hlutdeildarskírteinum UCITS-sjóða jukust um 63 milljarða, eða um 5%. Heildareignir lífeyrissjóðanna í UCITS-sjóðum voru tæpir 1.400 milljarðar í lok fjórðungsins. Erlendar eignir voru um 1.935 milljarðar og hlutdeild þeirra var um 37% af eignasafni lífeyrissjóðanna sem er svipað hlutfall og við lok árs 2020.

Ríkisvíxlar og skuldabréf hækka um 16 milljarða, eða um 1,6%, og nema um 1.017 milljörðum króna. Þá hækkuðu eignir í hlutabréfum fyrirtækja um 37 milljarða, eða um 4%