Það sem af er degi hafa bankar í Evrópu farið fyrir lækkun á markaði, einkum Barclays og Societe Generale.

Breski bankinn Barclays lækkaði um 3,2% við opnun mrakaða og franski bankinn Societe Generale lækkaði um 2,3%.

FTSE 100 vísitalan í Lundúnum hefur lækkað um 1,3%. AEX vísitalan í Amsterdam hefur lækkað um 1,9% og í Frankfurt hefur DAX vísitalan lækkað um 1,8%.

Í París hefur CAC 40 vísitalan lækkað um 1,2% og í Sviss hefur SMI vísitalan lækkað um 1,5%.

Í Kaupmannahöfn hefur OMXC vísitalan lækkað um 1,3%, í Stokkhólmi hefur OMXS vísitalan lækkað um 1,5% og í Osló hefur OBX vísitalan lækkað um 2,4%.