Framboð lögmannsins Brynjars Níelsson í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík kostaði hann rétt rúmlega fjórar milljóni króna. Hann stefndi á 3. sæti á lista flokksins í Reykjavík. Hann er í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður. Fá framboð voru jafn dýr og Brynjars en næstur honum í kostnaði var Illugi Gunnarsson . Framboð hans kostaði 4,8 milljónir króna.

Bein framlög til framboðs Brynjars frá 14 einstaklingum námu rétt rúmum tveimur milljónum króna. Þar af er sértaklega tekið fram í uppgjöri framboðsins að Helgi Magnússon, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna, lagði honum til 300.000 krónur.

Þá lögðu ellefu lögaðilar Brynjari til samtals tæpar 1,9 milljónir króna í kosningabaráttunni. Hæstu framlögin voru frá Bláa lóninu ehf og Saffronholding en hvort félag lagði honum til 300.000 krónur. Önnur félög sem studdu hann voru Aktis lögmannsstofa, Björgvinsson & Backman lögmannsstofa, Brattabrekka lögmannsstofa, FJ ehf, Hagldir lögmannsstofa, KB lögmannsstofa, Lágmúli 7 ehf., Lögmenn Thorsplani og Sigla ehf.