„Í rauninni skammast ég mín meira fyrir það hversu fáir vinir mínir fylgjast með RuPaul’s Drag Race, en fyrir það hversu vel ég fylgist með þættinum,” segir Margrét Erla Maack fjölmiðladís.

RuPaul ́s Drag Race er raunveruleikaþáttur: „Þátturinn keyrir svipað og aðrir elimination-þættir þar sem RuPaul leitar að The Next Drag Superstar. Svipað eins og Tyra Banks notar ANTM (Americas Next Top Model) frekar til að sýna fram á að hún sé eina og skærasta stjarnan. Þetta er eins í Drag Race. Í rauninni sameinar þátturinn hin tvö uppáhöldin mín sem eru ANTM og Project Runway. Síðan er dragdrottningardramatík mjög gott sjónvarp. Dragdrottningarheimurinn er lítill og margar þekkjast fyrir og eru óvinir eða vinir og þá reynir á vináttuböndin.”

Margrét Erla kann einnig að meta hve uppfullur þátturinn er af gullkornum: „Mér finnst merkilegt hvað línan hans RuPaul á vel við í daglegu amstri: THE TIME HAS COME (dramatísk pása) TO LYPSYNCH (dramatísk pása) FOR. YOUR. LIFE.”

Nánar er spjallað við Margréti Erlu og fleiri í Viðskiptablaðinu um hvaða þætti þeir skammast sín mest fyrir að horfa á. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.