FTSEurofirst 300 vísitalan hefur lækkað um 0,2% það sem af er degi og eru það að sögn Reuters helst bankar og fjármálafyrirtæki sem leiða lækkun markaða, þar sem lækkun á sér stað á annað borð.

Allur gangur er þó á mörkuðum í Evrópu og eru flestar vísitölur mjög nálægt núllinu þó ýmist undir eða yfir.

FTSE 100 vísitalan í Lundúnum hefur staðið í stað í morgun á meðan DAX vísitalan í Frankfurt hefur lækkað um 0,7 % og AEX vísitalan í Amsterdam hefur hækkað um 0,3% Í París hefur CAC 40 vísitalan lækkað um 0,8%.

Í Kaupmannahöfn hefur OMXC vísitalan staðið í stað en í Osló hefur OBX vísitalan hækkað um 1,4%.

Í Bandaríkjunum hafa markaðir dansað við núllið eftir að hafa hækkað við opnun í morgun og sýna nú rauðar tölur. Þannig hefur Nasdaq lækkað um 0,2%, Dow Jones um 0,5% og S&P 500 um 0,15%.