*

þriðjudagur, 20. október 2020
Innlent 29. september 2017 11:37

Meiri lækkun innanlands en utan

Framleiðsluverð hækkaði um 1,2% milli júlí og ágúst, en það hefur lækkað um 6% á milli ára.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Á milli júlí og ágúst síðastliðinn hækkaði vísitala framleiðsluverðs um 1,2%, en miðað við ágústmánuði 2016 hefur vísitalan lækkað um 6,0%. Í ágústmánuði í ár hækkuðu sjávarafurðir um 3,3% og afurðir stóriðju um 2,4% en annar iðnaður lækkaði um 2,2% sem og matvæli sem lækkuðu um 0,3% að því er Hagstofan greinir frá.

Ef horft er á samanburðinn milli ágúst í ár og sama mánuð árið 2016, þá hefur verð sjávarafurða lækkað um 4,9% og annar iðnaður um 21,7% á milli ára. Afurðir stóriðju hafa hækkað um 3,5% en matvælin hins vegar lækkað um 2,5% á sama tímabili.
Útfluttar afurðir hafa lækkað um 3,7% á þessu eina ári, en verð afurða seldra innanlands hefur lækkað um 10,3%.