Þýska lyfjafyrirtækið Merck greindi frá því í gær að fyrirtækið hefði keypt ráðandi hlut í svissneska lyfjafyrirtækinu Serono og að fyrirtækið hefði gert tilboð í eftirstandandi hlut fyrirtækisins. Merck greiddi Bertaelli fjölskyldunni 1.100 svissneska franka á hlut, fyrir 64,5% hlut fjölskyldunnar í Serono. Yfirtökuboð Merck hljóðar upp á 934 milljarða króna, en það er 20% hærra gengi bréfa fyrirtækisins þegar tilboðið var gert.