Century Aluminum Company, móðurfélag Norðuráls, tilkynnti í dag að til stæði að gefa út nýtt hlutafé að andvirði 100 milljónir dala. Umsjónaraðilar útgáfunnar munu eiga þess kost að gefa út 15% til viðbótar verði um umframáskriftir að nýja hlutafénu að ræða. Fyrirtækið hyggst nota afrakstur útgáfunnar í almenna starfsemi, að því er segir í tilkynningu Century Aluminum.

Credit Suisse Securities (USA) og Morgan Stanley sjá um útgáfuna.