Fiskveiðihlutafélagið Venus, sem er í jafnri eigu systkinanna Kristjáns Loftssonar og Birnu Loftsdóttur, hagnaðist um 372 milljónir króna á síðasta ári en árið 2018, þegar félagið seldi hlut sinn í Brim (áður HB Grandi), hagnaðist félagið um 4,5 milljarða.

Rekstrartekjur félagsins námu 381 milljón, eignir 9,3 milljörðum króna og eigið fé nam sömuleiðis 9,3 milljörðum. Félagið greiddi 500 milljónir króna í arð til eigenda sinn á síðasta ári vegna rekstrarársins þar á undan.