Nordea, stærsti banki Norðurlandanna, telur að Seðlabanki Íslands muni ekki hækka stýrivexti frekar, þrátt fyrir mikla verðbólgu.  Og telur líkur á stýrivaxtalækkun í lok árs, að því er fram kemur í frétt Dow Jones.

Seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 15,5%, líkt og greiningardeildir bjuggust við.

Ákvörðunin hreyfði ekki við gengi krónu, svo neinu nemur.  Krónan hefur veikst um 0,3% og er 159,9 stig þegar þetta er ritað, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.