Nýtt lágfargjaldaflugfélag var stofnað á dögunum á Jótlandi í Danmörku, en það mun hafa höfuðstöðvar sínar í Álaborg. Þetta kemur fram á vefmiðlinum Allt um flug .

Flugfélagið ber nafnið Airnavia og áætlar að hefja flugrekstur í maí á næsta ári. Flugfélagið hefur tilkynnt um níu áfangastaði sem það mun fljúga til, en það m.a. fljúga fjórum sinnum í viku frá Álaborg til London. Aðrir áfangastaðir eru í suðurhluta Evrópu.

Félagið mun hefja miðasölu á morgun á vef fyrirtækisins, en um1.000 miðar verða í boði á sérstöku tilboði á einungis 49 krónur danskar, eða rúmlega 900 íslenskar krónur.