Engin breyting verður á stjórn Marel á aðalfundi félagsins í næstu viku. Framboðsfrestur er nú útrunninn en samkvæmt framboðsyfirlýsingu munu allir stjórnarmeðlimir halda áfram.

Árni Oddur Þórðarson er nú stjórnarformaður en stjórnina skipa sex manns.

Fyrir fundinum liggur tillaga um að breyta samþykktum félagsins þannig að fjöldi stjórnarmanna skuli vera 7-9 en 9 manns hafa skilað inn framboði.Verði tillagan samþykkt mun stjórn félagsins leggja til að aðalfundur kjósi níu stjórnarmenn, sem hefði í för með sér að neðangreindir aðilar verði sjálfkjörnir í stjórn félagsins á komandi aðalfundi án sérstakrar atkvæðagreiðslu.

Eftirtaldir aðilar gefa kost á sér til setu í stjórn Marel:

  • Arnar Þór Másson (situr þegar í stjórn)
  • Árni Oddur Þórðarson (situr þegar í stjórn, stjórnarformaður)
  • Ásthildur Margrét Otharsdóttir
  • Friðrik Jóhannsson (situr þegar í stjórn)
  • Helgi Magnússon  (situr þegar í stjórn)
  • Lars Grundtvig  (situr þegar í stjórn)
  • Margrét Jónsdóttir (situr þegar í stjórn)
  • Theo Bruinsma
  • Smári Rúnar Þorvaldsson